Einn besti bakvörður heims til Liverpool?

Alphonso Davies.
Alphonso Davies. AFP/Franck Fife

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa sett sig í samband við kanadíska vinstri bakvörðinn Alphonso Davies.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Davies, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn þýska stórliðinu Bayern München.

Samningur Davies í Bæjaralandi rennur út í sumar og honum er því frjálst að ræða við önnur félög strax í janúar.

Robertson ekki sannfærandi

Andy Robertson, sem hefur verið aðalbakvörður liðsins, frá því Jürgen Klopp tók við liðinu í október árið 2015, hefur alls ekki verið sannfærandi í fyrstu leikjum tímabilsins.

Í frétt The Athletic kemur meðal annars fram að forráðamenn Liverpool séu nokkuð bjartsýnir á því að gera samið við Davies sem hefur einnig verið sterklega orðaður við Real Madrid.

Bakvörðurinn er landsliðsmaður Kanada og á að baki 56 A-landsleiki en hann gekk til liðs við Bayern München árið 2018 og á að baki 215 leiki fyrir félagið, ellefu mörk og 33 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert