Jack Grealish fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Aston Villa eftir 2:1-tap Manchester City gegn Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Það er rúmlega ár síðan Grealish skoraði síðast fyrir City en hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda.
Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði City á Villa Park og stuðningsmenn Villa púuðu á Grealish í leiknum og eftir hann.
Hann svaraði með því að snýna þrjá fingur en síðan hann fór frá Villa hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar.
Jack Grealish to the Aston Villa fans: pic.twitter.com/jfVlouMafX
— B/R Football (@brfootball) December 21, 2024