Liverpool hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í ensku úrvalsdeild karla í dag. Leikurinn endaði 6:3 fyrir toppliði Liverpool.
Mohamed Salah fór á kostum og skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í viðbót. Luis Diaz skoraði einnig tvö og svo skoruðu Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eitt mark hvor.
James Maddison, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.