Vill ekki missa Svíann

Alexander Isak hefur skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu.
Alexander Isak hefur skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak skoraði þrennu í 4:0-sigri Newcastle gegn Ipswich í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær og Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, talaði vel um hann eftir leikinn.

„Hann er heimsklassa leikmaður og sýndi það með mörkunum í dag. Það eru fáir jafn yfirvegaðir með boltann og hann, hann er með einstaka hæfileika og við vorum í vandræðum með að koma honum inn í leiki í byrjun tímabils en núna er liðið að standa sig vel,“ sagði Howe um Isak.

Leikmannaglugginn fer að opna og Newcastle er ekki að spila í Evrópukeppnum og það getur verið erfitt að halda í góða leikmenn. 

„Enginn hjá Newcastle hefur áhuga á því að selja Alexander, hann er lykilleikmaður í framtíðarplönum félagsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert