Líklegt að Rashford fari í janúar

Marcus Rashford er ekki í náðinni hjá Rúben Amorim.
Marcus Rashford er ekki í náðinni hjá Rúben Amorim. AFP/Darren Staples

„Það er augljóst að það er ekki allt eins og það á að vera,“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United og núverandi sérfræðingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni, um Marcus Rashford.

Rashford, sem hefur verið lykilmaður hjá United undanfarin ár, hefur ekki verið í leikmannahópi Manchester United í undanförnum þremur leikjum vegna ósættis á milli hans og knattspyrnustjórans Rúbens Amorims.

„Fyrir nokkrum dögum hefði ég sagt að það væri enginn möguleiki á að Rashford fari frá United í janúar en núna finnst mér það líklegt,“ bætti Neville við.

„Það er talað svo mikið um þetta að þetta er byrjað að trufla stjórann. Hann gæti staðið sig vel hjá öðru félagi,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert