Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur ákveðið að nýta sér framlengingarákvæði í samningi franska sóknarmannsins Jean-Philippe Mateta. Samningurinn hans átti að renna út sumarið 2026 en rennur nú út sumarið 2027.
Félagið hefur ekki staðfest tíðindin en breska ríkisútvarpið greinir því að Mateta sé nú samningsbundinn Lundúnafélaginu í tvö og hálft ár til viðbótar.
Mateta er 27 ára gamall og hefur skorað 33 mörk í 111 leikjum fyrir Palace í öllum keppnum.