Nottingham Forest hefur átt bestu kaup tímabilsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu hingað til.
Þetta er að mati miðilsins GOAL sem tók saman tíu bestu kaupin það sem af er tímabils.
Serbinn Nikola Milenkovic, sem er miðvörður, hefur verið bestu kaupin hingað til að mati GOAL en hann hefur spilað frábærlega með liði Nottingham Forest síðan hann kom frá Fiorentina í sumar.
Liðsfélagi hans Elliot Anderson er síðan í öðru sæti en Forest-liðið hefur átt magnað tímabil og er í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig.
Norðmaðurinn Sander Berger er síðan í þriðja sæti en hann kom frá Burnley til Fulham í sumar.
Listinn í heild sinni:
1. sæti: Nikola Milenkovic, Nottingham Forest
2. sæti: Elliot Anderson, Nottingham Forest
3. sæti: Sander Berge, Fulham
4. sæti: Noussair Mazraoui, Manchester United
5. sæti: Liam Delap, Ipswich
6. sæti: Facundo Bounanotte, Leicester (láni)
7.sæti: Jadon Sancho, Chelsea (láni)
8. sæti: Maxence Lacroix, Crystal Palace
9. sæti: Georginio Rutter, Brighton
10. sæti: Iliman Ndiaye, Everton