Hvað gerir Arsenal í fjarveru Saka?

Bukayo Saka er frá næstu vikurnar.
Bukayo Saka er frá næstu vikurnar. AFP/Glyn Kirk

Bukayo Saka, einn besti leikmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, verður frá næstu vikur og jafnvel mánuði en hann meiddist í 5:1-sigri skyttanna á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. 

Arteta staðfesti að hann yrði frá í þó nokkrar vikur en gaf ekki nákvæma tímalengd. 

Þá er Raheem Sterling einnig meiddur næstu vikurnar og getur ekki komið inn í hægri kantmannastöðuna fyrir Saka. 

Valkostir í stöðunni

Gabriel Martinelli lék hægra megin eftir að Saka fór af velli um helgina og gerði það vel. Þá getur ungi strákurinn Ethan Nwaneri einnig leyst þá stöðu. 

Síðan hefur Arteta einng talað um að Gabriel Jesus og Kai Havertz geti einnig spilað stöðuna, því um nóg að velja. 

Arsenal mætir Ipswich í ensku úrvalsdeildinni næsta föstudagskvöld en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert