„Mér er alveg sama um jólin“

Rúben Amorim er knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United.
Rúben Amorim er knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United. AFP/Michal Cizek

Gengi enska knattspyrnufélagsins Manchester United síðan að nýja stjórinn Rúben Amorim tók við hefur verið brösuglegt. 

Liðið tapaði fyrir Bournemouth, 3:0, á heimavelli annað árið í röð síðastliðinn sunnudag og situr í 13. sæti deildarinnar, sem er versti árangur liðsins frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. 

Amorim var spurður út í hátíðarnar á blaðamannafundi í dag en hann var ómyrkur í sínu svari. 

„Ég vil bara vinna, mér er sama um jólin. 

Ég er brjálaður líkt og stuðningsmennirnir, en veit hvað ég á að gera. Við munum berjast fyrir þessu,“ sagði Amorim..  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert