Á brattann að sækja hjá City

Stjóri liðsins Pep Guardiola og Phil Foden svekktir.
Stjóri liðsins Pep Guardiola og Phil Foden svekktir. AFP/Paul Ellis

Tölfræðin er ekki með Englandsmeisturum Manchester City um þessar mundir en liðið er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu yfir jólin. 

City-liðið, sem hefur unnið sex af síðustu sjö Englandsmeistaratitlum, er með versta árangur allra liða í deildinni síðan byrjun nóvember. 

Þá tók OptaJoe saman tölfræði fyrir hátíðarnar en ekkert lið sem hefur verið í sjöunda sæti yfir jólin hefur tekist að fara ofar en í fjórða sætið að tímabili loknu. 

Manchester City gæti því þurft að sætta sig við nýjan veruleika á þessari leiktíð, Meistaradeildarbaráttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert