Verður Rashford aftur lærisveinn Mourinho?

Marcus Rashford og José Mourinho árið 2018.
Marcus Rashford og José Mourinho árið 2018. AFP

Marcus Rashford, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er mögulega á förum frá félaginu í janúarglugganum. 

Rashford hefur ekki verið í leikmannahópi Manchester United síðan 12. desember en hann virðist ekki vera í framtíðarplönum nýja stjórans, Rúbens Amorims. 

Samkvæmt breska miðlinum TeamTalk er Fenerbahce í Tyrklandi sagt hafa mikinn áhuga á leikmanninum, en José Mourinho, fyrrverandi stjóri Rashfords hjá United, er stjóri liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert