Rautt spjald fyrir takka í rass (myndskeið)

Framherjinn Jhon Durán hjá Aston Villa vill gleyma leik liðsins við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag sem fyrst.

Durán fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir að setja takkana í rassinn á Fabian Schär þegar boltinn var hvergi nærri.

Newcastle nýtti sér liðsmuninn og vann 3:0-sigur en þeir Anthony Gordon, Joelinton og Alexander Isak gerðu mörk liðsins.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert