Manchester United tapaði 2:0 fyrir Wolves í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær og er núna í 14. sæti deildarinnar.
„Þessi leikstíll þarf tíma, ég hef sagt áður að það koma erfið augnablik og það er langt þangað til að þessu líkur,“ sagði Ruben Amorim sem tók við sem knattspyrnustjóri félagsins í nóvember.
„Ég hef ekki hugmynd hvað það mun taka langan tíma fyrir mig að setja mitt mark á leikinn en við tökum bara einn dag í einu.“