Nottingham Forest vann sterkan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær og er í þriðja sæti með 34 stig.
„Það skiptir ekki máli í hvaða sæti við erum, það sem skiptir máli er hvernig okkur leið á leikvanginum í dag, þetta er fallegt fyrir okkur og borgina.
Við höfum trú en trú felur ekki í sér raunveruleikann. Við erum ekki búnir að áorka neitt enn þá og við höfum tvo daga til þess að ná endurheimt fyrir leikinn gegn Everton,“ sagði Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Forest, eftir sigurinn í gær.
Forest er í þriðja sæti en Arsenal er stigi á eftir þeim og er með leik til góða en Arsenal og Ipswich mætast í kvöld.