Fyrirliðinn ekki með gegn Arsenal

Ipswich mætir Arsenal klukkan 20.15 í kvöld.
Ipswich mætir Arsenal klukkan 20.15 í kvöld. AFP/Henry Nicholls

Sam Morsy, fyrirliði Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, verður ekki með þegar liðið mætir Arsenal í kvöld.

Morsy fékk sitt fimmta gula spjald þegar liðið tapaði 4:0 gegn Newcastle síðastliðinn laugardag og tekur út leikbann í kvöld.

Fjórir leikmenn eru meiddir hjá Arsenal en Bukayo Saka fór meiddur af velli í 5:1-sigri liðsins gegn Crystal Palac. Auk Saka eru Raheem Sterling, Ben White og Takehiro Tomiyasu meiddir en Oleksandr Zinchenko spilar mögulega en hann hefur misst af síðustu fimm leikjum vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert