Hákon hélt hreinu í fyrsta leiknum

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hákon Rafn Valdimarsson lék vel í sínum fyrsta leik fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Brighton & Hove Albion í kvöld og gerði markalaust jafntefli.

Hákon Rafn kom inn á sem varamaður á 36. mínútu eftir að hollenski aðalmarkvörðurinn Mark Flekken hafði meiðst.

Landsliðsmarkvörðurinn sýndi mikla yfirvegun á stærsta sviðinu og greip nokkrum sinnum vel inn í hjá Brentford.

Brighton er í tíunda sæti með 26 stig og Brentford er sæti neðar með 24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert