Salah dreymir um að vinna deildina

Mohamed Salah fagnar marki á dögunum.
Mohamed Salah fagnar marki á dögunum. AFP/Glyn Kirk

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, vill ólmur vinna ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu í annað sinn á ferli sínum hjá félaginu.

Liverpool er á toppi deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan Chelsea í öðru sæti, auk þess að eiga leik til góða eftir 3:1-sigur á nýliðum Leicester City í gærkvöldi.

„Okkur líður eins og þetta sé öðruvísi tímabil en það mikilvægasta fyrir okkur er að halda áfram að vera auðmjúkir. Þetta er mjög sérstakt tímabil.

Vonandi vinnum við úrvalsdeildina. Mig dreymir um að gera það fyrir þetta félag. Það mikilvægasta er að liðið sé að vinna leiki.

Vonandi vinnum við deildina. Það er frábært að vinna en við einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig og vonandi getum haldið áfram á sömu braut,“ sagði Salah í samtali við Amazon Prime eftir leikinn gegn Leicester í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert