Noni Madueke var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Madueke hefur skorað fimm mörk og lagt upp þrjú í 16 leikjum í deildinni á þessu tímabili og spilaði í fyrsta sinn með enska A-landsliðinu í september.
„Þetta var bara ákvörðun. Það þarf að vera harðari samkeppni, ég tók líka Renato Veiga út úr hópnum,“ sagði Enzo Maresca knattspyrnustjóri Chelsea sem er í öðru sæti deildarinnar en missti Liverpool sjö stigum frá sér með ósigrinum á heimavelli í grannaslagnum í gær.