Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, gefst ekki upp þó að liðið sé að ganga í gegnum erfiða tíma.
Englandsmeistarar City hafa tapað tólf af síðustu þrettán leikjum liðsins í öllum keppnum og er í sjöunda sæti deildarinnar.
„Ég ætla ekki að gefast upp, ég vil vera hérna. Ég vil ekki valda fólkinu sem elskar félagið vonbrigðum. Stærsta áskorunin er að koma til baka sem við höfum gert áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag en liðið mætir Leicester City á morgun.