Verður frá í meira en tvo mánuði

Bukayo Saka..
Bukayo Saka.. AFP/Justin Tallis

Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka er búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði. Þetta staðfestir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Hann fór í aðgerð,“ sagði Arteta í viðtali eftir 1:0-sigur liðsins gegn Ipswich í gærkvöld.

„Allt fór vel en því miður verður hann frá í margar, margar vikur. Ég segi margar vikur þannig ég held að þetta verði meira en tveir mánuðir,“ bætti Spánverjinn við.

Saka fór meiddur af velli í 5:1-sigri Arsenal gegn Crystal Palace síðustu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka