Jason aftur á skotskónum

Jason Daði Svanþórsson skoraði í dag.
Jason Daði Svanþórsson skoraði í dag. Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson skoraði í 3:0-sigri Grimsby gegn Port Vale í ensku D-deildinni í dag.

Jason kom inn á 61. mínútu og skoraði þriðja mark Grimsby-manna á annarri mínútu uppbótartímans. Þetta er annað mark hans í tveimur leikjum.

Úrslitin þýða að Grimsby er í fimmta sæti með 37 stig eftir 23 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert