Manchester City aftur á sigurbraut

Savinho kom Manchester City yfir.
Savinho kom Manchester City yfir. AFP/Darren Staples

Manchester City vann sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember er liðið lagði Leicester, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Úrslitin þýða að Manchester City er í fimmta sæti með 31 stig en Leicester er í 18. sæti með 14 stig.

Manchester City fékk fyrsta færi leiksins á sjöundu mínútu. Kevin De Bruyne lagði boltann út í teiginn á Erling Haaland sem skaut en Jakub Stolarczyk varði vel.

Á 19. mínútu fékk Jamie Vardy hörkufæri til að koma Leicester yfir. Josko Gvardiol átti slakan skalla til baka á Stefan Ortega, markvörð Man. City, sem Vardy komst í. Englendingurinn reyndi skot en Ortega sá við honum.

Aðeins tveimur mínútum síðar komst Manchester City yfir. Phil Foden átti fast skot af löngu færi sem Stolarczyk varði út í teiginn. Savinho var fyrstur á frákastið og hamraði boltanum í netið.

Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Manchester City. 

Leicester var líklegra til að jafna metin en Manchester City að skora annað mark í byrjun síðari hálfleiks.

Á 62. mínútu bjargaði Manuel Akanji á línu fyrir Manchester City eftir skot frá James Justin.

Skömmu síðar fékk Vardy dauðafæri þegar hann setti boltann yfir markið úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Stephy Mavididi.

Norðmaðurinn Erling Haaland tvöfaldaði forystu Manchester City á 74. mínútu. Savinho kom með fyrirgjöf á Haaland á fjærstönginni sem skallaði boltann í gagnstætt horn og skoraði.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og var því lokaniðurstaðan 2:0-sigur Manchester City.

 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Leicester 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Stephy Mavididi (Leicester) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert