Liverpool bauð upp á markaveislu er liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur í ójöfnum leik 5:0.
Luis Díaz, Cody Gakpo, Mo Salah, Trent Alexander-Arnold og Diogo Jota voru allir á skotskónum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.