Aston Villa og Brighton gerðu jafntefli, 2:2, í 19. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í kvöld.
Eftir leik er Aston Villa í níunda sæti deildarinnar með 29 stig en Brighton er í tíunda sæti með 27.
Simon Adingra kom Brighton yfir á 12. mínútu leiksins en Olliee Watkins jafnaði metin úr vítaspyrnu á þeirri 36.
Morgan Rogers kom Villa yfir á 47. mínútu en á 82. mínútu jafnaði Tariq Lamptey metin fyrir Brighton og þar við sat, 2:2.
Aston Villa fær Leicester í heimsókn í næstu umferð en Brighton fær Arsenal í heimsókn.