Hörður Magnússon, þáttarstjórnandi Vallarins á Símanum sport, var furðulostinn á vinskap leikmanna og þjálfara eftir sigur Manchester City á Leicester, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær.
Manchester City vann sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember en Pep Guardiola stjóri liðsins var yfir sig ánægður í leikslok.
Hann fór upp að stjóra Leicester, Ruud van Nistelrooy, og knúsaði hann ákaflega. Þá voru leikmenn hæstánægðir með hvorn annan eftir leikinn og föðmuðust vel.
„Þetta eru einhverjar ótrúlegustu mínútur, eftir að leik lauk, sem ég hef séð lengi.
Í gamla daga þá kannski tókust menn í hendur en þetta er bara eitthvað „lovefest“ sem Pep stendur í nokkrum mínútur í þessum leik.
Það eru allir vinir og allt rosa gaman, hvert erum við komnir?“ Spurði Hörður en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.