Jarrod Bowen, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins West Ham, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í fæti.
Bowen meiddist þegar West Ham hlaut afhroð gegn Liverpool, 5:0, á heimavelli síðastliðinn sunnudag.
Hann verður þá frá keppni fram í febrúar.