Framherjinn kominn heim af spítalanum

Michail Antonio verður líklegast frá í ár vegna meiðsla.
Michail Antonio verður líklegast frá í ár vegna meiðsla. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Michail Antonio er kominn heim eftir þriggja vikna dvöl á spítala kjölfar alvarlegs bílslyss í byrjun desember.

Antonio lenti í al­var­legu bíl­slysi í Essex á Englandi í byrjun desember þar sem hann fótbrotnaði og gekkst und­ir skurðaðgerð degi síðar. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2024/12/13/kraftaverk_ad_hann_se_i_lagi/

Hann verður frá í langan tíma en Antonio er 34 ára gamall og er markahæsti leikmaður West Ham í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert