Fjórir koma til greina í desember

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, hefur fagnað fimm sigrum …
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, hefur fagnað fimm sigrum í röð í deildinni. AFP/Ben Stansall

Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag hvaða fjórir komi til greina sem knattspyrnustjóri desembermánaðar í deildinni.

Þeir eru Eddie Howe hjá Newcastle, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest og Arne Slot hjá Liverpool.

Newcastle vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í desember og skoraði í þeim 13 mörk gegn engu. Newcastle er í 5. sæti.

Bournemouth vann þrjá leiki og gerði þrjú jafntefli í desember og lyfti sér upp í sjöunda sætið.

Nottingham Forest vann fimm leiki í röð í desember eftir að hafa tapað þeim fyrsta og situr mjög óvænt í þriðja sæti deildarinnar.

Liverpool vann fjóra leiki og gerði tvö jafntefli í deildinni í desember, skoraði í þeim 19 mörk, og er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka