Frá Dortmund til Aston Villa?

Donyell Malen á að baki 41 landsleik fyrir Holland.
Donyell Malen á að baki 41 landsleik fyrir Holland. AFP/Elvis Barukcic

Hollenski knattspyrnumaðurinn Donyell Malen gæti verið á leið til Aston Villa frá Borussia Dortmund.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Malen, sem er 25 ára gamall, hefur leikið með Dortmund frá árinu 2021.

Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa leikið með unglingaliði Arsenal frá 2015 til ársins 2017 en hann hefur einnig leikið með PSV í heimalandinu á ferlinum.

Sóknarmaðurinn kostar í kringum 25 milljónir punda en The Athletic greinir frá því að Villa hafi nú þegar lagt fram 15 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Malen hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum með Dortmund í þýsku 1. deildinni á tímabilinu en hann skoraði 13 mörk og lagði upp önnur þrjú í 27 leikjum á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka