Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er ekki að reyna þvinga fram sölu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United.
Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.
Sóknarmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu síðan í byrjun desembermánaðar en hann er í leikmannahóp liðsins um helgina gegn Newcastle í fyrsta sinn í rúmlega þrjár vikur.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannsins sem hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt mark í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Sóknarmaðurinn var settur á sölulista hjá félaginu um miðjan desembermánuð og gæti því yfirgefið United í janúar en hann er uppalinn í Manchester.