Færði stuðningsmönnum Arsenal góðar fréttir

Mikel Arteta eftir leikinn gegn Brentford.
Mikel Arteta eftir leikinn gegn Brentford. AFP/Justin Tallis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, færði stuðningsmönnum liðsins þó nokkrar góðar fréttir á blaðamannfundi fyrir leikinn gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 

Kai Havertz, sem missti af síðasta leik gegn Brentford á nýársdag vegna veikinda, verður mættur aftur. 

Aðrir verða ekki komnir til baka á morgun en það styttist í Raheem Sterling, Ben White og Takehiro Tomiyasu en samkvæmt Arteta ættu allir að vera komnir til baka áður en mánuðinum lýkur. 

Leikur Brighton og Arsenal hefst klukkan 17.30 á morgun og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka