Varnarmaðurinn Harry Maguire hefur framlengt samning sinn hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United um eitt ár.
Þetta staðfesti Rúben Amorim stjóri liðsins á blaðamannafundi í dag en nýi samningur Maguires gildir til sumarsins 2026.
Maguire, sem gekk í raðir United sumarið 2019, hefur spilað 222 leiki og skorað 12 mörk fyrir Manchester-liðið. Þá hefur hann unnið tvo bikara og var fyrirliði liðsins áður en bandið var tekið af honum vegna óvinsælda.