Brentford bauð upp á markaveislu er liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 5:0.
Bryan Mbeumo gerði tvö mörk fyrir Brentford og þeir Kevin Schade, Keane Lewis-Potter og Yoan Wissa skoruðu einnig.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.