Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var allt annað en sáttur við víti sem liðið fékk á sig í jafnteflinu gegn Brighton, 1:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
João Pedro jafnaði úr víti í seinni hálfleik sem hann náði í sjálfur eftir baráttu við William Saliba. Franski varnarmaðurinn var of seinn í einvígi og skallaði Pedro í andlitið.
Þrátt fyrir það var Arteta allt annað en sáttur í viðtali við Sky Sports eftir leik.
„Við erum svekkti rmeð þennan dóm. Ég hef aldrei á ævinni séð svona. Saliba snerti boltann og þetta var ekki víti í mínum bókum,“ sagði Arteta.