Amorim: Ég má vera reiður

Ruben Amorim.
Ruben Amorim. AFP/Darren Staples

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, var reiður og vonsvikinn eftir 2:2-jafntefli liðsins gegn toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í dag.

„Þetta er ekki um taktík eða kerfi heldur um eitthvað annað sem er erfitt að skilja, líka fyrir þjálfara.

Þeir áttu skilið stig en mér finnst að við ættum að vera reiðari en við vorum eftir leikina gegn Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest. Í dag verðum við að vera mjög vonsviknir,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

Hann sagðist þó ekki hafa sagt þetta við leikmenn inni í klefa.

„Ég varð að róa mig niður og segja réttu hlutina en það er erfitt.

Þegar allir eru reiðir út í leikmenn mína þá kem ég þeim til varnar en í dag munu allir hrósa þeim og ég má vera reiður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert