Þrátt fyrir að vera bæði markahæstur og með flestar stoðsendingar er egypski sóknarmaðurinn Mo Salah ekki í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að mati Tim Sherwood.
Sherwood, sem er fyrrverandi stjóri Aston Villa og Tottenham og gamall enskur landsliðsmaður, mátti ekki velja fleiri en einn leikmenn úr hverju liði. Trent Alexander-Arnold varð fyrir valinu hjá Liverpool.
Í framlínunni eru þeir Alexander Isak, Bukayo Saka og Jarrod Bowen í staðinn fyrir Salah.
Sá egypski hefur skorað sautján mörk og lagt upp þrettán til viðbótar á tímabilinu, sem er mögulega hans síðasta í herbúðum Liverpool.