Stórleikur Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu mun fara fram klukkan 16.30 þrátt fyrir mikla snjókomu í Liverpool-borg.
Öryggisráðgjafahópur Liverpool-borgar kom saman í hádeginu og staðfesti að leikurinn gæti farið fram en efasemdir voru vegna snjókomunnar.