Tottenham fær markvörð

Antonin Kinsky er genginn til liðs við Tottenham.
Antonin Kinsky er genginn til liðs við Tottenham. Ljósmynd/Tottenham

Tékkneski knattspyrnumarkvörðurinn Antonin Kinsky er genginn til liðs við Tottenham frá Slavia Prag í heimalandinu. 

Kinsky, sem er 21 árs gamall, skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. 

Tottenham hefur verið í miklum markvarðarvanda undanfarið en aðalmarkvörður liðsins, Ítalinn Guglieelmo Vicaro, er meiddur og Fraser Forster varmarkvörður liðsins missti af tapi Tottenham fyrir Newcastle, 2:1, í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert