„Það var boðið upp á frábæra skemmtun,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi eftir jafntefli Liverpool og Manchester United, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
„Það sem stendur upp úr eftir leik, þegar maður horfir á bæði lið, er að það er ótrúlegt að það séu 13 sæti á milli þessara liða. 23 stig, 13 sæti.
Ég held að United sé mun meiri sigurvegari dagsins með þetta stig miðað við Liverpool en þvílík skemmtun þessi seinni hálfleikur,“ bætti Eiður Smári við.
Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.