Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcelo Pitaluga er genginn til liðs við Fluminense í heimalandinu á frjálsri sölu frá enska félaginu Liverpool.
Pitaluga er 22 ára gamall markvörður sem var á mála hjá Liverpool frá árinu 2020 en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið.
Hann var nokkrum sinnum á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni og deildabikarnum en fékk engar mínútur.
Pitaluga kom til Liverpool frá Fluminense og freistar þess nú að koma meistaraflokksferli sínum af stað.