Tottenham og United í slag um Frakka

Randal Kolo Muani í baráttu við þrjá ísraelska varnarmenn í …
Randal Kolo Muani í baráttu við þrjá ísraelska varnarmenn í leik með Frökkum í Þjóðadeildinni í vetur. AFP/Franck Fife

Tottenham og Manchester United freista þess bæði að fá franska landsliðsframherjann Randal Kolo Muani lánaðan frá París SG.

The Athletic skýrir frá þessu og segir ensku liðin tvö vera í samkeppni við Juventus um þennan öfluga leikmann.

Kolo Muani er 26 ára gamall og kom til PSG frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi síðsumars 2023. Hann hefur skorað átta mörk í 27 landsleikjum fyrir Frakkland og var lykilmaður hjá PSG þegar það varð tvöfaldur meistari í Frakklandi á síðasta tímabili. Í  vetur hefur hann hins vegar fengið færri tækifæri með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert