Tottenham og Manchester United freista þess bæði að fá franska landsliðsframherjann Randal Kolo Muani lánaðan frá París SG.
The Athletic skýrir frá þessu og segir ensku liðin tvö vera í samkeppni við Juventus um þennan öfluga leikmann.
Kolo Muani er 26 ára gamall og kom til PSG frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi síðsumars 2023. Hann hefur skorað átta mörk í 27 landsleikjum fyrir Frakkland og var lykilmaður hjá PSG þegar það varð tvöfaldur meistari í Frakklandi á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann hins vegar fengið færri tækifæri með liðinu.