Sækja ungan fyrirliða til Argentínu

Bournemouth hefur átt góðu gengi að fagna í vetur og …
Bournemouth hefur átt góðu gengi að fagna í vetur og er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar. AFP/Justin Tallis

Bournemouth hefur komið verulega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og félagið hefur nú sótt bráðefnilegan leikmann til Argentínu til að þétta sinn hóp.

Sá heitir Julio Soler og er 19 ára gamall vinstri bakvörður og núverandi fyrirliði argentínska U20 ára landsliðsins. Þá lék hann með liði Argentínu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Bournemouth kaupir hann af Lanus fyrir rúmar sex milljónir punda.

Í október var Soler í fyrsta skipti kallaður inn í A-landsliðshóp Argentínu.

Fyrr í dag varð Bournemouth fyrir nokkru áfalli en þá var tilkynnt að brasilíski sóknarmaðurinn Edmilson hefði gengist undir aðgerð vegna ristarbrots og verði því frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina.

Edmilson er dýrasti leikmaðurinn í sögu Bournemouth en félagið keypti hann frá Porto síðasta sumar fyrir  40 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert