Mainoo, Garnacho og Höjlund allir seldir?

Alejandro Garnacho gæti verið seldur frá Manchester United.
Alejandro Garnacho gæti verið seldur frá Manchester United. AFP/Michal Cizek

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er reiðubúið til að selja Kobbie Mainoo, Alejandro Garnacho og Rasmus Höjlund ef góð tilboð berast í leikmennina.

The Guardian greinir frá. Mainoo, Garnacho og Höjlund hafa allir verið í stóru hlutverki hjá United að undanförnu en eftir komu Rúbens Amorims hefur staða þeirra innan félagsins breyst.

United hefur lítið svigrúm á félagaskiptamarkaðinum og þarf félagið að selja leikmenn til að geta keypt þá sem eru á óskalista portúgalska knattspyrnustjórans.

Enski miðillinn greinir einnig frá að félagið muni hlusta á tilboð í þá Leny Yoro, Noussair Mazraoui, Matthijs de Ligt, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee, þrátt fyrir að þeir hafi allir gengið í raðir félagsins síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert