Umboðsmaður enska knattspyrnumannsins Marcus Rashfords ferðaðist til Mílanóborgar í dag til að ræða við forráðamenn ítalska félagsins AC Milan um lán á leikmanninum út yfirstandandi tímabil.
Milan hefur ekki efni á að kaupa Rashford af Manchester United og yrði hann því lánaður til ítalska félagsins, á meðan United borgar enn stóran hluta launa sóknarmannsins.
Rashford myndi ekki ganga auðveldlega inn í byrjunarlið Milanóliðsins þar sem portúgalska stjarnan Rafael Leão er í uppáhaldsstöðu Rashfords á vinstri kantinum.
Dortmund sýndi Rashford einnig áhuga en leikmaðurinn er of dýr fyrir þýska félagið, samkvæmt heimildum Sky.