Hjá United til 2030

Amad Diallo er í stóru hlutverki hjá United.
Amad Diallo er í stóru hlutverki hjá United. AFP/Ben Stansall

Knattspyrnumaðurinn Amad Diallo hefur framlengt samning sinn við Manchester United til sumarsins 2030. 

Diallo hefur verið í stóru hlutverki hjá United undanfarnar vikur og mánuði, bæði undir stjórn Rúbens Amorims og Eriks Tens Hags. Hann kom til United frá Atalanta árið 2020.

Hann fékk lítið að spreyta sig fyrst um sinn hjá United og var lánaður til Rangers í skotlandi og svo Sunderland í B-deild Englands, þar sem hann sló í gegn.

Honum tókst að lokum að brjóta sér leið inn í byrjunarlið United, þar sem hann hefur spilað það vel að félagið vildi semja við hann til fimm ára.

Diallo hefur skorað þrjú mörk í 19 leikjum með United á tímabilinu og byrjað 13 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert