Leikmaður Liverpool eftirsóttur

Harvey Elliott er eftirsóttur.
Harvey Elliott er eftirsóttur. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnumaðurinn Harvey Elliott er eftirsóttur en hann hefur þurft að sætta sig við aukahlutverk hjá Liverpool á leiktíðinni.

Sky greinir frá því að fjölmörg félög í Þýskalandi og á Englandi hafi áhuga á miðjumanninum, sem er 21 árs.

Á meðal félaga sem hafa fylgst vel með Elliott eru Brighton og Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert