Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn Joshua Kimmich í sínar raðir frá Bayern München en samningur hans við þýska félagið rennur út í sumar.
Christian Falk, blaðamaður virta miðilsins Bild, greinir frá. Kimmich, sem er 29 ára, er fyrirliði þýska landsliðsins og Bayern. Hann hefur leikið 414 leiki með Bayern frá árinu 2015.
Kimmich hefur verið í viðræðum við Bayern um nýjan samning en þær viðræður hafa gengið hægt.
Fererico Chiesea er eini leikmaðurinn sem Liverpool hefur fengið síðan Arne Slot tók við en félagið þarf væntanlega að þétta raðirnar í sumar, þegar nokkrir lykilmenn verða samningslausir og gætu verið á förum.