Rekinn frá Luton - geta fallið aftur

Rob Edwards hefur verið látinn fara.
Rob Edwards hefur verið látinn fara. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnufélagið Luton hefur rekið knattspyrnustjórann Rob Edwards frá störfum. Luton er í 20. sæti ensku B-deildarinnar, með 25 stig eftir 26 leiki, og aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og er í mikilli hættu á að falla niður í C-deildina, sem yrði þá annað fallið í röð. Edwards stýrði Luton óvænt upp í ensku úrvalsdeildina árið 2023 en tókst ekki að halda liðinu uppi.

Fallið reyndist Luton greinilega erfitt og hefur liðið verið í vandræðum á tímabilinu. Edwards tók við Luton í nóvember árið 2022. Þar á undan stýrði hann Watford í aðeins ellefu leiki, áður en hann var rekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert