Benoný kominn á fullt á Englandi

Benoný Breki Andrésson á æfingu með Stockport.
Benoný Breki Andrésson á æfingu með Stockport. Ljósmynd/Stockport

Benoný Breki Andrésson gekk í raðir enska C-deildarfélagsins Stockport County um áramótin en enska félagið keypti framherjann af KR.

Sóknarmaðurinn hefur ekki enn verið í leikmannahópi Stockport en félagið birti myndir af unglingalandsliðsmanninum íslenska á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Undir færslunni biðja margir stuðningsmenn félagsins stjóra liðsins um að gefa Benoný tækifærið í enska bikarnum gegn úrvalsdeildarliði Crystal Palace á útivelli næstkomandi sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert