Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Dean Windass hefur verið greindur með heilabilun en hann er 55 ára gamall.
Windass lék með Hull, Middlesbrough og Bradford í ensku úrvalsdeildinni. Tryggði hann Hull sæti í efstu deild Englands í fyrsta skipti í sögunni árið 2007 er hann skoraði sigurmark í úrslitum umspilsins á Wembley.
Framherjinn tilkynnti tíðindin á samfélagsmiðlum á léttum nótum og sagðist glaður með að læknarnir hafi þó fundið heila.